Tuesday, July 15, 2008

Vík í Mýrdal

Birgitta on the Beach

Saturday, July 12, 2008

Mö!


Aníta og Ragnar fóru í ljósmyndaleiðangur eftir kvöldmatinn í gær austur fyrir þorpið. Þar rákust þau á þessa myndar kú sem vildi endilega vera með á mynd. Smellið á myndina til að fara á myndasíðu Anítu, þar má sjá fleiri myndir sem hún hefur tekið.

Friday, July 11, 2008

Birgitta


Ný mynd af Birgittu sem Aníta tók. Hér er hún með örlítið styttra hár en ekki svo stutt að láti á sjá. Hárkrísunni er því afstýrt og allir telja sig hafa unnið.

Thursday, July 10, 2008

Kvöldganga



Aníta og Ragnar skelltu sér í hressandi kvöldgöngu inn í botn Fjarðarárgljúfurs vestan við Hunkubakka. Þau komu heim rennandi blaut. Myndbandið sýnir ágætlega af hverju.

Í botni Gljúfursins er afskaplega fallegur foss. Neðan við hann er minni foss. Þar er myndbandið tekið.

Klippt eða skorið


Nú stendur yfir mikil rökræða við Birgittu um kosti og galla þess að skerða hár sitt rækilega. Birgitta vill, líklega til að vera í stíl við Ragnar, vera stuttklippt í sumar. Foreldrarnir vilja hafa hana síðhærða. Úr varð mikil deila sem ekki er enn til lykta leidd.

Nú er sú stutta að laga til inni hjá sér með Back in Black á fullu blasti.

Wednesday, July 9, 2008

Myndir o.fl.





Hér er Birgitta á Humarhátíð, feimin og sogandi sykurstrá. Aníta taldi ótækt annað en að hún tæki mynd af sér með „stjörnunum“. 

Annars er Aníta farin að taka myndir eins og herforingi. Þið getið séð myndirnar hennar hér.


Saturday, July 5, 2008

Við Dverghamra

Flakk

Við höfum verið á flakki upp á síðkastið. Renndum í gær í Austurveg.

Rétt fyrir hádegið fengum við þá hugmynd að renna austur á Höfn í Hornafirði, sýna stelpunum staðinn, borða, versla og fá nasaþefinn af Humarhátíð. Við dældum bensíni á bílinn, rökuðum hárið af Ragnari (það var orðið óþægilega sítt) og héldum af stað.

Fyrsti áningastaður var að Dverghömrum.

Dverghamrar eru magnaður staður, stuðlabergsmyndanir sem engan undrar að lengi hafa verið taldar heimkynni goðsagnavera.

Þar var hlýtt og notalegt og við tókum helling af myndum áður en við héldum áfram.


Næsta stopp var Skaftafell. Þar fengu Gyða og Birgitta sér í gogginn en Aníta og Ragnar gengu sem leið lá upp að jöklinum. Þar var hressandi að vera. Ískalt loftið rann niður af jökulsporðinum og sökk niður á eyrarnar við lónið. Það var kaldur, drungalegur og magnaður staður.


Síðan var ekið sem leið lá að Jökulsárlóni. Fyrst fórum við niður að ströndinni og horfðum á jakana velta um í öldurótinu.

Og síðan skoðuðum við lónið sjálft.



Nú var farið að kólna nokkuð og þegar við renndum af stað í átt að Hala í Suðursveit sáum við að það varð rigningarlegra með hverjum kílómetranum sem við fórum. Það tekur tíu mínútur til korter að keyra að Hala. Þar var, eins og allir vita, Þórbergur Þórðarson fæddur.

Rétt eftir að við fórum frá Hala keyrðum við fram á þokuslæðing yfir á og umhverfi hennar. Við stoppuðum og fundum fullt af steinum með kristöllum og tókum nokkrar myndir.


Síðan var ekið í striklotu til Hafnar. Eftir að hafa sinnt öllum grunnþörfum heimilisins og heimilismanna hófst Humarhátíð.


Við komum heim aftur upp úr miðnætti, sæl og glöð.

Monday, April 7, 2008

Lestrarátíð og afmæli

Komiði Blessuð og sæl...

Upplestrarháíðin var í dag og getiði hvað?

ég vann:) ég er gg ánægð.. svo má ekki gleyma öllum keppendunum
þau öll stóðu sig með prýði:)

Ég og Fjóla komumst áfram og eigum að keppa fyrir hönd skólans:)

Ég er líka búin að vera að æfa mig svolíitið mikið.. en það borgar sig að æfa.

já ég vil líka óska Elskulegu Frænku minni til hamingju með afmælið:)
Til hamingju með afmælið stóra afmælisbarn:) ég elska þig Rósa mín:) þú ert æði!!

ég er bara mjög stolt af mér;) já það voru verðlaun og það var bók eftir Arnald Indriðarson hun virðist voða spennó ;P hún heitir Vetrarborgin;)

Ljóðin sem ég las voru Maístjarnan eftir Halldór Laxness
& Hótel Jörð eftir Tómas Guðmundsson;* ég dýrka þau:)
ég ætla að syngja lítið lag:)



Hún á afmæl'í dag,
Hún á afmæl'í dag
Hún afmæli hún Rósa mín
Hún á afmæl'í dag:)

Hún hefur stækkað í nótt:)
hún hefur stækkað í nótt
hún hefur stækkað hún Rósa mín
hún hefur stækkað í nótt

Þett'er afmæliskveðja
Þett'er afmæliskveðja
Þett'er afmæliskveðja
frá okkur(MÉR) til þín

Þín Aníta:)

ég elska þig:);**

Kveðja Aníta Ninna;***

Saturday, April 5, 2008

Aníta myndbloggar

Wednesday, April 2, 2008

Próflestur

Aníta sat fram eftir kvöldi í gær og undirbjó sig undir próf í landafræði. Önnur seta er áætluð á eftir. Þetta sat eftir þegar lærdómnum lauk í gær:

Monday, March 31, 2008

Aníta myndbloggar

Thursday, March 27, 2008

Birgitta spjallar

Friday, March 14, 2008

Páskar

Elsku vinir og ættingjar loks koma smá fréttir af okkur:)

Aníta byrjaði daginn á að fara á Heilsugæslustöðina á Klaustri og var alsæl að losna við sauminn úr puttanum, puttinn er góður og henni líður vel. Við skelltum okkur suður í dag ætlum að eiga rólega páska.

Aníta fór á ball í gærkvöldi en Gyða og Birgitta héldu svall heima. Aníta kom ekki heim fyrr en um miðja nótt, alsæl og búin að dansa hælana undan skónum sínum. Hún fékk sérstakt leyfi til að mála sig fyrir ballið og það var þreytt og þvottabjarnarleg Aníta sem var vakin snemma í morgun til að fara í saumaplokkun.

Árshátíð skólans var í gær og tóku stelpurnar báðar þátt í atriðum og stóðu sig með prýði.

Sunday, March 9, 2008

Göngutúrinn & Puttinn (Aníta Bloggar)

Já sæl og blessuð.
Langt síðan síðast:)
já þessi fyrirsögn heitir Göngutúrinn afþví að ég ætla að segja frá göngutúrnum okkar Ragnars.
Hann ( Göngutúrinn ) var rosalegur... já ég og Ragnar Löbbuðum uppá ....... já uppá Fjall semsagt við byrjuðum að labba frá systrafossi og komum niður hjá Systrastapa.
Hann er svo fallegur.. sko Stapinn ekki Ragnar..:) hehe.....Já en mömmu finnst hann áraðalega
Fallegur jaa að minnstakosti andlitið(hvað annað)..... Þetta er búið að vera yndisleg helgi við fjölskyldan erum bara búin að vera heima og láta fara vel um okkur. Það er bráðum að koma árshátíð..(þið fáið nánari upplýsingar síðar).....
Já það er ný frétt..... Á Mánudeginum þá var ég að láta í uppþvottavél hjá vinkonu minni(Rebekku) og hún ætlaði að loka henni(uppþvottavélinni) en hún var ekki búin að ýta skúffuni(neðri) inn og ég ætlaði að stoppa skúffuna en þa´stóð hnífur upp... og viti menn ég stakk mig á honum... en svo fórum við mamma uppá heilskugæslustöð á Þriðjudaginn og vita menn það þurfti að sauma mig.. og þessi læknir er mjög harðhendur að hann kann ekkert að vera læknir hann hitti í æð á mér og það spýttist helling af blóði úr puttanum á mér og mamma var nú ekki með besta svipinn á sér.. hún hélt fyrir augun á mer og sagði að þetta væri í lagi... En þetta var ógéðslega vont.. jesús.. já en ég og mamma förum á Miðvikudaginn(næstkomandi) að láta taka sauminn(vonandi ekki sama lækninn).. En bless í bili ,kless í gili.....:)

Kveðja Aníta Ninna:)


Kannski smá Komment:)


Saturday, February 23, 2008

Laugardagur

Takk fyrir myndirnar, Birkir og Rósa.

Erum að elda og ætlum að horfa á Laugardagslögin. Aníta heldur með Hó, hó, hó og Friðrik Ómari. Birgitta heldur með Friðrik Ómari. Ekki er gefið upp með hverju Ragnar heldur en það byrjar á Hó.

Við söknum mömmu ógesslea mikið.

Friday, February 22, 2008

Stemmning


Nú eru Ragnar og Birgitta að horfa á Bandið hans Bubba og hafa það gott.

Aníta er í innilegu í félagsmiðstöðinni.

Gyða er á Akureyri á frænkumóti og allir sakna hennar mikið.

PS. Birgitta vill biðja mömmu sína um að biðja Rósu og Birki að senda sér mynd af Skírni, t.d. í símann.

Wednesday, February 20, 2008

Birgitta bakarameistari


Ég bakaði bangsabrauð, núna er ég orðin bakarameistari. Svo kom ég heim með Fíusól (í góðum málum). Mamma á að lesa hana því það er svo gaman og fyndið þegar hún les.

Ég var að taka til í herberginu mínu.

Birgitta

Sunday, February 17, 2008

Sunnudagskvöld

Við erum búin að eiga rólega og góða helgi hér heima :) bara letilíf hjá okkur. Birgitta gisti hjá vinkonu sinni í nótt, þær voru með náttfatapartý í gærkveldi og skemmtu sér konunglega, þegar Birgitta kom heim þá var hún merkt á höndunum með kúlupenna H á hægri höndina og V á vinstri, þær voru nefnilega að spila twister.

Næstu helgi ætla ég að skella mér norður með tengdamömmu á frænkumót :) með flugi jej með flugi það er svo dásamlegt að fljúga:), hlakka mikið til, allavega var mikið fjör í fyrra;)

Svo verður æðislega gaman að hitta Rósu, Birki og strákana, ömmu Rögnu , Göggu, já og fullt af góðu og skemmtilegu fólki.

Gyða

Friday, February 15, 2008

Dagurinn í gær:14.02.08
Í gær var Öskudagsball:)Og það var frá klukkan 19:00 til 22:00:)
Birgitta Björk var Senjorita með galdrasprota:S
Ég var Eitís gella:P það var gg gaman:)
en þegar við vorum komnar þá gleymdi Brigitta blævængnum og sprotanum sinum:(
og hún var skooh.. fúl:P en ég var svo góð að ég hljóp heim og náði bara í það:)
Og hún var sko glöð:) eða ég held það (eða svipurinn var glaðari en áður)

En um annað:) Dagurinn í dag 15.02.08!

já í dag var sko gaman:/
Ég vaknaði í morgun og fór í skólann eins og flesta morgna:)
fyrsti tíminn var reyklau(sem var í 2 tíma) reyklaus er það að maður má taka þátt í keppni sem er verið að hvetja fólk um að hætta að reykja:) ég mæli með því fólk(þið sem reykið) að hætta að reykja..:) Svo annar tíminn var Stærðfræði
og veið erum í Geisla 2 og 3 .... svo eftir hann fórum við í Náttúrufræði:/
svo borðuðum við og svo var skólinn búinn en ég og kata fórum heim um 3 leitið
afþví ég var í söngtíma:) og Kata bað mig um að leika svo hún kom með mér í söngtímann og söng smá með:) Svo fórum við heim til mín og horfðum á school of rock... og síðan fór Kata heim og ég fór bara að einhverfast(eins og alltaf):P
svo kom matur (u.þ.b.kl:19:40) En það var að koma ný stelpa í skólann:)
svo nún aá þessari stundu þá eru,mamma&Ragnar að horfa á Logi í beinni
og nún aí þættinum eru Össur,Ragnhildur Steinun&Egill ólafs:)
Já og núna er ég nú bara að blogga og Birgitta er að leika ér(veit ekki alveg í hverju):/.....!!!! Svo er Bandið hans Bubba á eftir allið að horfa á það:P



En kannski að ég fái nú eitt kommennt frá þér:*
Bless með stæl og varúlfs væl:)


Kveðja;*



Anítaa;* Elska ykkur:P

Monday, February 4, 2008

Aníta bloggar

í dag fórum við á geysir og að skoða Gullfoss við fengum heitt kakó,bollur,vínabrauð,skyr,kókómjólk og franskar .
Það var rosalega gaman. Aníta er veik og mamma er slöpp.Við fáum pizzu að borða í kvöldmatinn.
Eftir matinn förum við Gyða, Ragnar og Birgitta í pottinn en ekki Aníta því hún er veik.
Birgitta var að blogga en hún er að fara í pottinn og þannig ég tek við(Aníta) ég er nú veik...
Og minn fyrsti dagur og VEIK!! en það er búið að vera gg gaman eins og Birgitta sagði hér áðan!:)
Ég fór ekki á Geysi ég var í sjoppunni að éta franskar nammi nammmmm....:)
Og var þar enskt fólk sen afgreiddi mig:S En ég skildi þau alveg sko:P
Ég er svo klár í Enskunni.. en þú??.. ja.. ég er nú viss um það...
Þessi Búðstaður(lúxsus) hann er bara bilaður..:(
já það er ískallt og það blæs inn og rúðan á baðinu er brotin og líka Stofuglugginn...:(
og það er Dordinlgabú hérna inni í þessum búðstað:O
En það er annars allt gott að frétta ... Og svoleiðis já..
En núna ætlum við að gera svona skoðunarkannanir á hverju bloggi þannig um að gera að kíkja af og til:)
Þau eru núna að skemmta sér svona en ég er að gera mikklu skemmtilegra:)
ójá Blogga það er gaman:) svo skelli ég nokkrum myndum hérna af okkur fjölsk..:)



Skoðunarkönnun dagsins:

Með hvaða liði heldur þú/þið í Ensku??:P


kannski svona eitt lítið komment hjá þér:)




KV...Aníta Ninna<95';*

Við elskum ykkur;*

Sunday, February 3, 2008

Komin í bústaðinn


Við erum að koma okkur fyrir í Heiðarbyggð. Úti er brunagaddur og hávaðarok. Við erum í KÍ bústað nr. 7 ef einhverjir kunnugir verða á ferðinni.

Við munum senda fréttir og myndir eftir því sem líður á.

Wednesday, January 30, 2008

Vetrarfrí

Óli Sindri er í heimsókn hjá okkur þessa dagana. Það er ákaflega gaman. Hann, Birkir og Ragnar voru að opna nýja bloggsíðu sem kallast því einkennilega (og ÓlaSindralega nafni) Maurildi.

Í næstu viku er vetrarfrí í skólanum og þá förum við í sumarbústað í Heiðarbyggð rétt hjá Flúðum. Strax eftir vetrarfríið er afmælisveisla hjá Reyni frænda sem er að detta í sextugt.

Þannig að það er nóg á döfinni. Við verðum með tölvuna með okkur í bústaðinn og munum vafalaust blogga þaðan.

Saturday, January 26, 2008

Birgitta skrifar sjálf


birgtta fær alltaf að vera á öllum mindum.

Friday, January 25, 2008

Aníta bloggar!:)


Sælt verið Fólkið!!

það er Aníta sem bloggar í dag!
í morgun vaknaði ég með 38 stiga hita hausverk,magaverk og hálsbólgu!:(
Ég var orðin veik.. þannig ég fór ekki í skólann í dag...
það var ekkert að gera í dag nema horfa á mynd og sofa sem var nú bara notalegt skoh..:)
En ég missti af þorramatnum sem var í dag en ekki Birgitta Björk ó nei hún var sko dugleg að borða hákarl....:) hún var eina á yngstastiginu sem borðaði hákarl..!! stóru krakkarnir skiptust á að fara á klósettið að æla held ég:)
en mamma fór í Lyfjuna í morgun til að kaupa lyf handa mér..
ég fékk strepsils og paratabs... en svo þegar Birgitta kom heim úr skólanum þá spurði ég hana hvort ég mætti mæla hana að gamni og hún sagði já og þá mældi ég hana....
og þá kom í ljós að hún var veik líka.. jahérna hér hún er bara búin að vera í skólanum í 2 daga í vikunni..!! bara í gær og í dag.. hún er neflilega ný búin að vera veik..:(.. og svo bara aftur núna...:(..... mamma er að fara á taugum útaf einhverjari ryksugu sem við vorum að fá.. sem er sjálfsvirk.... Ragnar er að reyna að róa hana niður:P..... en hún er að róast þetta kemur allt saman.. jájá.. við erum nú ekki ´buin að blogga lengi þar að segja ekki í nokkra daga en núna er þetta flotta blogg komið á síðuna fyrsta bloggið mitt á henni....
kveðja aníta á klaustri:)(L)

Saturday, January 19, 2008

Síðdegisstemmning á Klaustri



Nú er erfiður tími hjá smáfuglunum. Við gáfum þeim því lifrarpylsu sem þeir eru sólgnir í.

Birgitta er lasin í dag en hún var úti í kuldanum allan gærdag og hjálpaði mikið til við að grafa bílinn út. Hún liggur núna á litlu fleti fyrir framan sjónvarpið með hita og magapínu.

Thursday, January 17, 2008

Myndablogg







Og ekki orð um það meir!

Monday, January 14, 2008

Göngum, göngum

Ragnar, Gyða og Birgitta brugðu undir sig betra fætinum og héldu á fjöll um fjögurleytið. Stefnan var sett á Ástarbrautina (sem dregur nafn sitt af því að ferðamenn voru þar á gangi fyrir nokkru og urðu svo yfirkomnir af allri þessari óbeisluðu náttúru að þeir tóku til óspilltra málanna þarna a göngustígnum þeim sem á eftir komu til nokkurrar furðu en takmarkalítillar ánægju) – nema hvað. Í gegnum skafla og yfir svell héldu kempurnar, sú minnsta með handfylli af saltstöngum í vasanum og sú stærsta með spánnýjan skrefateljara í buxnastrengnum.

Samanlagt gengu þau 5,28 kílómetra á rétt rúmum klukkutíma, þar af bæði upp og niður tilþessaðgera mikinn bratta.

Á leiðinni er lítil á sem síðan fellur fram af fjallinu til að mynda systrafoss og hana hafði að mestu lagt. Með ótrúlegri fimi tókst Ragnari að brjóta pítsustóran hlemm úr klakanum og gengu upp úr honum grýlukerti með öfugum formerkjum. Á þessu djásni hélt Birgitta alla leið en staldraði af og til við og nartaði í skörðótta brún eða saug grýlukerti.

Mikið hlakkaði Birgitta til að koma heim og staupa sig á sjóðheitu kakói. Enn meira hlakkaði hún þó til að koma heim og sýna Anítu klakann stóra. Sem hún og gerði. Og það af svo mikilli ákefð að hún snargleymdi kakóinu.

Í kvöldmatinn er blómkálssúpa.


Gönguleiðin ógurlega

Friday, January 11, 2008

Hvar er myndin tekin?



Ef einhver er nógu snjall til að átta sig á hvar þessi mynd er tekin, þá skal hin/n sama/i gefa sig fram. Ein vísbending: Uppáhaldssúkkulaðið hans Kalla Bucket.

Thursday, January 10, 2008

Milli blómanna



Hér er lagið Milli blómanna eftir Anítu, sem hún samdi í tónmennt.


Wednesday, January 9, 2008

Árið 2008 er hafið

Nýtt ár er hafið. Stelpurnar eyddu jólum og áramótum á eldfjallaeyjunni Tenerife (sem er næstum akkúrat 100 sinnum minni en Ísland). Þar dvöldu þær með föðurfólkinu í góðu yfirlæti og snéru til baka ögn hærri, brúnni og lífsreyndari.

Birgitta uppgötvaði dásemdir Fanta Lemon* og Aníta uppgötvaði að það er töluvert maus að losna við vaselínlöðrandi dredda.

Gyða og Ragnar eyddu sama tíma í höfuðborginni; lágu í leti, átu og lásu og hegðuðu sér eins og áhyggju- og barnlaus svín í stíu. Þeim þótti þó ósköp gaman að fá stelpurnar aftur heim.

Birgitta fór í afmæli í dag til Unnsteins og kom til baka með rjóðar kinnar, bros sem náði saman fyrir aftan eyru og sykurskán yfir augunum og sofnaði alsæl eftir að hafa hlustað á 18. kaflann í Kalla og sælgætisgerðinni og Gullbrá og birnina þrjá. Ragnar las Kalla, Bessi Bjarna las Gullbrá. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvor las betur.

Aníta fór út og kom heim á tilsettum tíma (að venju) og gekk síðan til liðs við sjampóið við að reyna að skola síðustu dreggjarnar af dreddavaselíninu úr hausnum á sér. Hún og sjampóið töpuðu þeim slag og ekki bætti úr skák að skömmu seinna þurfti hún að þola annan niðurlægandi ósigur þegar peysan hennar náði á henni fantataki þegar hún var að hátta sig og hún pikkfestist með hendurnar upp í loftið. Hún staulaðist þannig inn í stofu og leit út eins og ofvaxinn héri með rennilás á andlitinu. Eftir að hafa verið bjargað úr prísundinni fór hún kát í bælið.

Gyða stóð sig með prýði í skólanum fyrir jól og sankar að sér einingum án afláts og Ragnar er enn að gaufast við að skrifa MA-ritgerðina sína. Þá gleður það Ragnar mikið að vera aftur farinn að iðka síðdegisgöngutúrana sína upp og niður og fram og aftur fjallið (fjalllinginn). Á göngunni hlustar hann á 1984, í greniolíubaðinu eftir gönguna les hann ævisögu Davíðs Stefánssonar og á kvöldin hlusta þau Gyða á spennusöguna Skipið eftir Stefán Mána (og þeim kemur því stundum ekki dúr á auga). Í næstu viku er stefnan sett á þrjár nýjar bækur.


Birgitta og Magnús Arnar (hjá namminu)**

A & A**


Gyða er í skýjunum með nýju kaffivélina sína og bruggar með henni allra handa te og kaffidrykki, hún var einmitt að staupa sig á framandi bláberjatei þegar rennilásfésaði hérinn skoppaði um í stofunni. Þá hefur hún lagt sig fram um að gera ryksuguþjarkinn húsvanan. Hefur sá slagur einkennst af smáum sigrum og stórkostlegum vonbrigðum á víxl.

Í kvöldmatinn var grjónagrautur, brauð og egg [uppáhald Birgittu].



*Síðan BB kom að utan þá þurfa þjónar á veitingastöðum að færa henni Fanta og sprauta sítrónusafa út í það takk fyrir (en auðvitað bara á laugardögum).

**myndum stolið hjá Sillu.