Wednesday, January 30, 2008

Vetrarfrí

Óli Sindri er í heimsókn hjá okkur þessa dagana. Það er ákaflega gaman. Hann, Birkir og Ragnar voru að opna nýja bloggsíðu sem kallast því einkennilega (og ÓlaSindralega nafni) Maurildi.

Í næstu viku er vetrarfrí í skólanum og þá förum við í sumarbústað í Heiðarbyggð rétt hjá Flúðum. Strax eftir vetrarfríið er afmælisveisla hjá Reyni frænda sem er að detta í sextugt.

Þannig að það er nóg á döfinni. Við verðum með tölvuna með okkur í bústaðinn og munum vafalaust blogga þaðan.

Saturday, January 26, 2008

Birgitta skrifar sjálf


birgtta fær alltaf að vera á öllum mindum.

Friday, January 25, 2008

Aníta bloggar!:)


Sælt verið Fólkið!!

það er Aníta sem bloggar í dag!
í morgun vaknaði ég með 38 stiga hita hausverk,magaverk og hálsbólgu!:(
Ég var orðin veik.. þannig ég fór ekki í skólann í dag...
það var ekkert að gera í dag nema horfa á mynd og sofa sem var nú bara notalegt skoh..:)
En ég missti af þorramatnum sem var í dag en ekki Birgitta Björk ó nei hún var sko dugleg að borða hákarl....:) hún var eina á yngstastiginu sem borðaði hákarl..!! stóru krakkarnir skiptust á að fara á klósettið að æla held ég:)
en mamma fór í Lyfjuna í morgun til að kaupa lyf handa mér..
ég fékk strepsils og paratabs... en svo þegar Birgitta kom heim úr skólanum þá spurði ég hana hvort ég mætti mæla hana að gamni og hún sagði já og þá mældi ég hana....
og þá kom í ljós að hún var veik líka.. jahérna hér hún er bara búin að vera í skólanum í 2 daga í vikunni..!! bara í gær og í dag.. hún er neflilega ný búin að vera veik..:(.. og svo bara aftur núna...:(..... mamma er að fara á taugum útaf einhverjari ryksugu sem við vorum að fá.. sem er sjálfsvirk.... Ragnar er að reyna að róa hana niður:P..... en hún er að róast þetta kemur allt saman.. jájá.. við erum nú ekki ´buin að blogga lengi þar að segja ekki í nokkra daga en núna er þetta flotta blogg komið á síðuna fyrsta bloggið mitt á henni....
kveðja aníta á klaustri:)(L)

Saturday, January 19, 2008

Síðdegisstemmning á Klaustri



Nú er erfiður tími hjá smáfuglunum. Við gáfum þeim því lifrarpylsu sem þeir eru sólgnir í.

Birgitta er lasin í dag en hún var úti í kuldanum allan gærdag og hjálpaði mikið til við að grafa bílinn út. Hún liggur núna á litlu fleti fyrir framan sjónvarpið með hita og magapínu.

Thursday, January 17, 2008

Myndablogg







Og ekki orð um það meir!

Monday, January 14, 2008

Göngum, göngum

Ragnar, Gyða og Birgitta brugðu undir sig betra fætinum og héldu á fjöll um fjögurleytið. Stefnan var sett á Ástarbrautina (sem dregur nafn sitt af því að ferðamenn voru þar á gangi fyrir nokkru og urðu svo yfirkomnir af allri þessari óbeisluðu náttúru að þeir tóku til óspilltra málanna þarna a göngustígnum þeim sem á eftir komu til nokkurrar furðu en takmarkalítillar ánægju) – nema hvað. Í gegnum skafla og yfir svell héldu kempurnar, sú minnsta með handfylli af saltstöngum í vasanum og sú stærsta með spánnýjan skrefateljara í buxnastrengnum.

Samanlagt gengu þau 5,28 kílómetra á rétt rúmum klukkutíma, þar af bæði upp og niður tilþessaðgera mikinn bratta.

Á leiðinni er lítil á sem síðan fellur fram af fjallinu til að mynda systrafoss og hana hafði að mestu lagt. Með ótrúlegri fimi tókst Ragnari að brjóta pítsustóran hlemm úr klakanum og gengu upp úr honum grýlukerti með öfugum formerkjum. Á þessu djásni hélt Birgitta alla leið en staldraði af og til við og nartaði í skörðótta brún eða saug grýlukerti.

Mikið hlakkaði Birgitta til að koma heim og staupa sig á sjóðheitu kakói. Enn meira hlakkaði hún þó til að koma heim og sýna Anítu klakann stóra. Sem hún og gerði. Og það af svo mikilli ákefð að hún snargleymdi kakóinu.

Í kvöldmatinn er blómkálssúpa.


Gönguleiðin ógurlega

Friday, January 11, 2008

Hvar er myndin tekin?



Ef einhver er nógu snjall til að átta sig á hvar þessi mynd er tekin, þá skal hin/n sama/i gefa sig fram. Ein vísbending: Uppáhaldssúkkulaðið hans Kalla Bucket.

Thursday, January 10, 2008

Milli blómanna



Hér er lagið Milli blómanna eftir Anítu, sem hún samdi í tónmennt.


Wednesday, January 9, 2008

Árið 2008 er hafið

Nýtt ár er hafið. Stelpurnar eyddu jólum og áramótum á eldfjallaeyjunni Tenerife (sem er næstum akkúrat 100 sinnum minni en Ísland). Þar dvöldu þær með föðurfólkinu í góðu yfirlæti og snéru til baka ögn hærri, brúnni og lífsreyndari.

Birgitta uppgötvaði dásemdir Fanta Lemon* og Aníta uppgötvaði að það er töluvert maus að losna við vaselínlöðrandi dredda.

Gyða og Ragnar eyddu sama tíma í höfuðborginni; lágu í leti, átu og lásu og hegðuðu sér eins og áhyggju- og barnlaus svín í stíu. Þeim þótti þó ósköp gaman að fá stelpurnar aftur heim.

Birgitta fór í afmæli í dag til Unnsteins og kom til baka með rjóðar kinnar, bros sem náði saman fyrir aftan eyru og sykurskán yfir augunum og sofnaði alsæl eftir að hafa hlustað á 18. kaflann í Kalla og sælgætisgerðinni og Gullbrá og birnina þrjá. Ragnar las Kalla, Bessi Bjarna las Gullbrá. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvor las betur.

Aníta fór út og kom heim á tilsettum tíma (að venju) og gekk síðan til liðs við sjampóið við að reyna að skola síðustu dreggjarnar af dreddavaselíninu úr hausnum á sér. Hún og sjampóið töpuðu þeim slag og ekki bætti úr skák að skömmu seinna þurfti hún að þola annan niðurlægandi ósigur þegar peysan hennar náði á henni fantataki þegar hún var að hátta sig og hún pikkfestist með hendurnar upp í loftið. Hún staulaðist þannig inn í stofu og leit út eins og ofvaxinn héri með rennilás á andlitinu. Eftir að hafa verið bjargað úr prísundinni fór hún kát í bælið.

Gyða stóð sig með prýði í skólanum fyrir jól og sankar að sér einingum án afláts og Ragnar er enn að gaufast við að skrifa MA-ritgerðina sína. Þá gleður það Ragnar mikið að vera aftur farinn að iðka síðdegisgöngutúrana sína upp og niður og fram og aftur fjallið (fjalllinginn). Á göngunni hlustar hann á 1984, í greniolíubaðinu eftir gönguna les hann ævisögu Davíðs Stefánssonar og á kvöldin hlusta þau Gyða á spennusöguna Skipið eftir Stefán Mána (og þeim kemur því stundum ekki dúr á auga). Í næstu viku er stefnan sett á þrjár nýjar bækur.


Birgitta og Magnús Arnar (hjá namminu)**

A & A**


Gyða er í skýjunum með nýju kaffivélina sína og bruggar með henni allra handa te og kaffidrykki, hún var einmitt að staupa sig á framandi bláberjatei þegar rennilásfésaði hérinn skoppaði um í stofunni. Þá hefur hún lagt sig fram um að gera ryksuguþjarkinn húsvanan. Hefur sá slagur einkennst af smáum sigrum og stórkostlegum vonbrigðum á víxl.

Í kvöldmatinn var grjónagrautur, brauð og egg [uppáhald Birgittu].



*Síðan BB kom að utan þá þurfa þjónar á veitingastöðum að færa henni Fanta og sprauta sítrónusafa út í það takk fyrir (en auðvitað bara á laugardögum).

**myndum stolið hjá Sillu.