Saturday, February 23, 2008

Laugardagur

Takk fyrir myndirnar, Birkir og Rósa.

Erum að elda og ætlum að horfa á Laugardagslögin. Aníta heldur með Hó, hó, hó og Friðrik Ómari. Birgitta heldur með Friðrik Ómari. Ekki er gefið upp með hverju Ragnar heldur en það byrjar á Hó.

Við söknum mömmu ógesslea mikið.

Friday, February 22, 2008

Stemmning


Nú eru Ragnar og Birgitta að horfa á Bandið hans Bubba og hafa það gott.

Aníta er í innilegu í félagsmiðstöðinni.

Gyða er á Akureyri á frænkumóti og allir sakna hennar mikið.

PS. Birgitta vill biðja mömmu sína um að biðja Rósu og Birki að senda sér mynd af Skírni, t.d. í símann.

Wednesday, February 20, 2008

Birgitta bakarameistari


Ég bakaði bangsabrauð, núna er ég orðin bakarameistari. Svo kom ég heim með Fíusól (í góðum málum). Mamma á að lesa hana því það er svo gaman og fyndið þegar hún les.

Ég var að taka til í herberginu mínu.

Birgitta

Sunday, February 17, 2008

Sunnudagskvöld

Við erum búin að eiga rólega og góða helgi hér heima :) bara letilíf hjá okkur. Birgitta gisti hjá vinkonu sinni í nótt, þær voru með náttfatapartý í gærkveldi og skemmtu sér konunglega, þegar Birgitta kom heim þá var hún merkt á höndunum með kúlupenna H á hægri höndina og V á vinstri, þær voru nefnilega að spila twister.

Næstu helgi ætla ég að skella mér norður með tengdamömmu á frænkumót :) með flugi jej með flugi það er svo dásamlegt að fljúga:), hlakka mikið til, allavega var mikið fjör í fyrra;)

Svo verður æðislega gaman að hitta Rósu, Birki og strákana, ömmu Rögnu , Göggu, já og fullt af góðu og skemmtilegu fólki.

Gyða

Friday, February 15, 2008

Dagurinn í gær:14.02.08
Í gær var Öskudagsball:)Og það var frá klukkan 19:00 til 22:00:)
Birgitta Björk var Senjorita með galdrasprota:S
Ég var Eitís gella:P það var gg gaman:)
en þegar við vorum komnar þá gleymdi Brigitta blævængnum og sprotanum sinum:(
og hún var skooh.. fúl:P en ég var svo góð að ég hljóp heim og náði bara í það:)
Og hún var sko glöð:) eða ég held það (eða svipurinn var glaðari en áður)

En um annað:) Dagurinn í dag 15.02.08!

já í dag var sko gaman:/
Ég vaknaði í morgun og fór í skólann eins og flesta morgna:)
fyrsti tíminn var reyklau(sem var í 2 tíma) reyklaus er það að maður má taka þátt í keppni sem er verið að hvetja fólk um að hætta að reykja:) ég mæli með því fólk(þið sem reykið) að hætta að reykja..:) Svo annar tíminn var Stærðfræði
og veið erum í Geisla 2 og 3 .... svo eftir hann fórum við í Náttúrufræði:/
svo borðuðum við og svo var skólinn búinn en ég og kata fórum heim um 3 leitið
afþví ég var í söngtíma:) og Kata bað mig um að leika svo hún kom með mér í söngtímann og söng smá með:) Svo fórum við heim til mín og horfðum á school of rock... og síðan fór Kata heim og ég fór bara að einhverfast(eins og alltaf):P
svo kom matur (u.þ.b.kl:19:40) En það var að koma ný stelpa í skólann:)
svo nún aá þessari stundu þá eru,mamma&Ragnar að horfa á Logi í beinni
og nún aí þættinum eru Össur,Ragnhildur Steinun&Egill ólafs:)
Já og núna er ég nú bara að blogga og Birgitta er að leika ér(veit ekki alveg í hverju):/.....!!!! Svo er Bandið hans Bubba á eftir allið að horfa á það:P



En kannski að ég fái nú eitt kommennt frá þér:*
Bless með stæl og varúlfs væl:)


Kveðja;*



Anítaa;* Elska ykkur:P

Monday, February 4, 2008

Aníta bloggar

í dag fórum við á geysir og að skoða Gullfoss við fengum heitt kakó,bollur,vínabrauð,skyr,kókómjólk og franskar .
Það var rosalega gaman. Aníta er veik og mamma er slöpp.Við fáum pizzu að borða í kvöldmatinn.
Eftir matinn förum við Gyða, Ragnar og Birgitta í pottinn en ekki Aníta því hún er veik.
Birgitta var að blogga en hún er að fara í pottinn og þannig ég tek við(Aníta) ég er nú veik...
Og minn fyrsti dagur og VEIK!! en það er búið að vera gg gaman eins og Birgitta sagði hér áðan!:)
Ég fór ekki á Geysi ég var í sjoppunni að éta franskar nammi nammmmm....:)
Og var þar enskt fólk sen afgreiddi mig:S En ég skildi þau alveg sko:P
Ég er svo klár í Enskunni.. en þú??.. ja.. ég er nú viss um það...
Þessi Búðstaður(lúxsus) hann er bara bilaður..:(
já það er ískallt og það blæs inn og rúðan á baðinu er brotin og líka Stofuglugginn...:(
og það er Dordinlgabú hérna inni í þessum búðstað:O
En það er annars allt gott að frétta ... Og svoleiðis já..
En núna ætlum við að gera svona skoðunarkannanir á hverju bloggi þannig um að gera að kíkja af og til:)
Þau eru núna að skemmta sér svona en ég er að gera mikklu skemmtilegra:)
ójá Blogga það er gaman:) svo skelli ég nokkrum myndum hérna af okkur fjölsk..:)



Skoðunarkönnun dagsins:

Með hvaða liði heldur þú/þið í Ensku??:P


kannski svona eitt lítið komment hjá þér:)




KV...Aníta Ninna<95';*

Við elskum ykkur;*

Sunday, February 3, 2008

Komin í bústaðinn


Við erum að koma okkur fyrir í Heiðarbyggð. Úti er brunagaddur og hávaðarok. Við erum í KÍ bústað nr. 7 ef einhverjir kunnugir verða á ferðinni.

Við munum senda fréttir og myndir eftir því sem líður á.