Monday, March 31, 2008

Aníta myndbloggar

Thursday, March 27, 2008

Birgitta spjallar

Friday, March 14, 2008

Páskar

Elsku vinir og ættingjar loks koma smá fréttir af okkur:)

Aníta byrjaði daginn á að fara á Heilsugæslustöðina á Klaustri og var alsæl að losna við sauminn úr puttanum, puttinn er góður og henni líður vel. Við skelltum okkur suður í dag ætlum að eiga rólega páska.

Aníta fór á ball í gærkvöldi en Gyða og Birgitta héldu svall heima. Aníta kom ekki heim fyrr en um miðja nótt, alsæl og búin að dansa hælana undan skónum sínum. Hún fékk sérstakt leyfi til að mála sig fyrir ballið og það var þreytt og þvottabjarnarleg Aníta sem var vakin snemma í morgun til að fara í saumaplokkun.

Árshátíð skólans var í gær og tóku stelpurnar báðar þátt í atriðum og stóðu sig með prýði.

Sunday, March 9, 2008

Göngutúrinn & Puttinn (Aníta Bloggar)

Já sæl og blessuð.
Langt síðan síðast:)
já þessi fyrirsögn heitir Göngutúrinn afþví að ég ætla að segja frá göngutúrnum okkar Ragnars.
Hann ( Göngutúrinn ) var rosalegur... já ég og Ragnar Löbbuðum uppá ....... já uppá Fjall semsagt við byrjuðum að labba frá systrafossi og komum niður hjá Systrastapa.
Hann er svo fallegur.. sko Stapinn ekki Ragnar..:) hehe.....Já en mömmu finnst hann áraðalega
Fallegur jaa að minnstakosti andlitið(hvað annað)..... Þetta er búið að vera yndisleg helgi við fjölskyldan erum bara búin að vera heima og láta fara vel um okkur. Það er bráðum að koma árshátíð..(þið fáið nánari upplýsingar síðar).....
Já það er ný frétt..... Á Mánudeginum þá var ég að láta í uppþvottavél hjá vinkonu minni(Rebekku) og hún ætlaði að loka henni(uppþvottavélinni) en hún var ekki búin að ýta skúffuni(neðri) inn og ég ætlaði að stoppa skúffuna en þa´stóð hnífur upp... og viti menn ég stakk mig á honum... en svo fórum við mamma uppá heilskugæslustöð á Þriðjudaginn og vita menn það þurfti að sauma mig.. og þessi læknir er mjög harðhendur að hann kann ekkert að vera læknir hann hitti í æð á mér og það spýttist helling af blóði úr puttanum á mér og mamma var nú ekki með besta svipinn á sér.. hún hélt fyrir augun á mer og sagði að þetta væri í lagi... En þetta var ógéðslega vont.. jesús.. já en ég og mamma förum á Miðvikudaginn(næstkomandi) að láta taka sauminn(vonandi ekki sama lækninn).. En bless í bili ,kless í gili.....:)

Kveðja Aníta Ninna:)


Kannski smá Komment:)