Nú stendur yfir mikil rökræða við Birgittu um kosti og galla þess að skerða hár sitt rækilega. Birgitta vill, líklega til að vera í stíl við Ragnar, vera stuttklippt í sumar. Foreldrarnir vilja hafa hana síðhærða. Úr varð mikil deila sem ekki er enn til lykta leidd.
Nú er sú stutta að laga til inni hjá sér með Back in Black á fullu blasti.
No comments:
Post a Comment