Elsku vinir og ættingjar loks koma smá fréttir af okkur:)
Aníta byrjaði daginn á að fara á Heilsugæslustöðina á Klaustri og var alsæl að losna við sauminn úr puttanum, puttinn er góður og henni líður vel. Við skelltum okkur suður í dag ætlum að eiga rólega páska.
Aníta fór á ball í gærkvöldi en Gyða og Birgitta héldu svall heima. Aníta kom ekki heim fyrr en um miðja nótt, alsæl og búin að dansa hælana undan skónum sínum. Hún fékk sérstakt leyfi til að mála sig fyrir ballið og það var þreytt og þvottabjarnarleg Aníta sem var vakin snemma í morgun til að fara í saumaplokkun.
Árshátíð skólans var í gær og tóku stelpurnar báðar þátt í atriðum og stóðu sig með prýði.
Friday, March 14, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Hæ hæ..
Erum að koma í bæinn á morgun, en förum aftur á fös. Ferming á fim. Þannig að dagskráin er ansi þétt, en okkur langar alveg obboslega til að hitta Birgittu á miðvikud. ef það hentar ykkur? Og ef þið eruð enn í bænum.. Við verðum með íbúð í Asparfelli.. Stefnum á að þvælast eitthvað á miðvikud. En gaman ef stuttan vildi koma með kannski í þvælinginn ;)? Kv. frá Hú.
Hæ hæ :)
Frábært að heyra verðum í sambandi á miðvikud:) ég er með símann hjá þér;)
kv
Gyða
Post a Comment