Saturday, July 5, 2008

Flakk

Við höfum verið á flakki upp á síðkastið. Renndum í gær í Austurveg.

Rétt fyrir hádegið fengum við þá hugmynd að renna austur á Höfn í Hornafirði, sýna stelpunum staðinn, borða, versla og fá nasaþefinn af Humarhátíð. Við dældum bensíni á bílinn, rökuðum hárið af Ragnari (það var orðið óþægilega sítt) og héldum af stað.

Fyrsti áningastaður var að Dverghömrum.

Dverghamrar eru magnaður staður, stuðlabergsmyndanir sem engan undrar að lengi hafa verið taldar heimkynni goðsagnavera.

Þar var hlýtt og notalegt og við tókum helling af myndum áður en við héldum áfram.


Næsta stopp var Skaftafell. Þar fengu Gyða og Birgitta sér í gogginn en Aníta og Ragnar gengu sem leið lá upp að jöklinum. Þar var hressandi að vera. Ískalt loftið rann niður af jökulsporðinum og sökk niður á eyrarnar við lónið. Það var kaldur, drungalegur og magnaður staður.


Síðan var ekið sem leið lá að Jökulsárlóni. Fyrst fórum við niður að ströndinni og horfðum á jakana velta um í öldurótinu.

Og síðan skoðuðum við lónið sjálft.



Nú var farið að kólna nokkuð og þegar við renndum af stað í átt að Hala í Suðursveit sáum við að það varð rigningarlegra með hverjum kílómetranum sem við fórum. Það tekur tíu mínútur til korter að keyra að Hala. Þar var, eins og allir vita, Þórbergur Þórðarson fæddur.

Rétt eftir að við fórum frá Hala keyrðum við fram á þokuslæðing yfir á og umhverfi hennar. Við stoppuðum og fundum fullt af steinum með kristöllum og tókum nokkrar myndir.


Síðan var ekið í striklotu til Hafnar. Eftir að hafa sinnt öllum grunnþörfum heimilisins og heimilismanna hófst Humarhátíð.


Við komum heim aftur upp úr miðnætti, sæl og glöð.

3 comments:

Anonymous said...

Vá þetta hefur verið gaman og Gyða þú ert komin með lubba.
Siggadisa

Anonymous said...

haha já hún mamma er sko með lubba,,
en já þetta var rosalega gaman ;)

Kveðja Aníta Ninna

Anonymous said...

Flottar myndir hjá ykkur! Ragnar, þú ert nú farinn að skera þig í ættina svona "rakaður". Þetta fer að verða ættartíska! En gaman að sjá líf á síðunni :o)

Við sjáumst vonandi á ættarmótinu...
Kveðja Anna Valdís