Friday, January 25, 2008

Aníta bloggar!:)


Sælt verið Fólkið!!

það er Aníta sem bloggar í dag!
í morgun vaknaði ég með 38 stiga hita hausverk,magaverk og hálsbólgu!:(
Ég var orðin veik.. þannig ég fór ekki í skólann í dag...
það var ekkert að gera í dag nema horfa á mynd og sofa sem var nú bara notalegt skoh..:)
En ég missti af þorramatnum sem var í dag en ekki Birgitta Björk ó nei hún var sko dugleg að borða hákarl....:) hún var eina á yngstastiginu sem borðaði hákarl..!! stóru krakkarnir skiptust á að fara á klósettið að æla held ég:)
en mamma fór í Lyfjuna í morgun til að kaupa lyf handa mér..
ég fékk strepsils og paratabs... en svo þegar Birgitta kom heim úr skólanum þá spurði ég hana hvort ég mætti mæla hana að gamni og hún sagði já og þá mældi ég hana....
og þá kom í ljós að hún var veik líka.. jahérna hér hún er bara búin að vera í skólanum í 2 daga í vikunni..!! bara í gær og í dag.. hún er neflilega ný búin að vera veik..:(.. og svo bara aftur núna...:(..... mamma er að fara á taugum útaf einhverjari ryksugu sem við vorum að fá.. sem er sjálfsvirk.... Ragnar er að reyna að róa hana niður:P..... en hún er að róast þetta kemur allt saman.. jájá.. við erum nú ekki ´buin að blogga lengi þar að segja ekki í nokkra daga en núna er þetta flotta blogg komið á síðuna fyrsta bloggið mitt á henni....
kveðja aníta á klaustri:)(L)

3 comments:

Anonymous said...

Jæja.. gaman að sjá að þú ert að blogga, en leiðinlegt að heyra að þú sért veik...eða réttara sagt að þið séuð veikar.
Vonandi batnar ykkur sem allra fyrst, og það biðja allir að heilsa héðan. Það er samt allt gott að frétta héðan og allir hressir nema Rósa,hún virðist vera með smá flensu..en bara litla.
Skírnir talar og talar, og syngur og syngur. Ég og Haukur erum að fara til Liverpool í næstu viku að horfa á leik og það verður rosalega spennandi. En allavega..gangi ykkur allt í haginn og bestu kveðjur...
Birkir Freyr á Akureyri....og fjölskyldan.

Óli Sindri said...

Gegt! Meira svona.

Bið að heilsa ryksugunni.

Anonymous said...

Hæ hæ.
Mikið er orðið langt síðan að við hittum ykkur enda kominn ansi mikill söknuður.
Leiðinlegt að heyra að skvísurnar eru orðnar veikar:(
Vonansi batnar ykkur sem fyrst enda ekkert gaman að vera lasin.
Takk æðislega stelpur fyrir gjafirnar frá Tenerife,knús.
Biðjum rosalega vel að heilsa.
Kv Fjölskyldan í Leirdal