Ragnar, Gyða og Birgitta brugðu undir sig betra fætinum og héldu á fjöll um fjögurleytið. Stefnan var sett á Ástarbrautina (sem dregur nafn sitt af því að ferðamenn voru þar á gangi fyrir nokkru og urðu svo yfirkomnir af allri þessari óbeisluðu náttúru að þeir tóku til óspilltra málanna þarna a göngustígnum þeim sem á eftir komu til nokkurrar furðu en takmarkalítillar ánægju) – nema hvað. Í gegnum skafla og yfir svell héldu kempurnar, sú minnsta með handfylli af saltstöngum í vasanum og sú stærsta með spánnýjan skrefateljara í buxnastrengnum.
Samanlagt gengu þau 5,28 kílómetra á rétt rúmum klukkutíma, þar af bæði upp og niður tilþessaðgera mikinn bratta.
Á leiðinni er lítil á sem síðan fellur fram af fjallinu til að mynda systrafoss og hana hafði að mestu lagt. Með ótrúlegri fimi tókst Ragnari að brjóta pítsustóran hlemm úr klakanum og gengu upp úr honum grýlukerti með öfugum formerkjum. Á þessu djásni hélt Birgitta alla leið en staldraði af og til við og nartaði í skörðótta brún eða saug grýlukerti.
Mikið hlakkaði Birgitta til að koma heim og staupa sig á sjóðheitu kakói. Enn meira hlakkaði hún þó til að koma heim og sýna Anítu klakann stóra. Sem hún og gerði. Og það af svo mikilli ákefð að hún snargleymdi kakóinu.
Í kvöldmatinn er blómkálssúpa.
Monday, January 14, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Sælt veri fólkið!
Gaman að geta loksins fylgst með ykkur á veraldarvefnum... ;)
Þar sem svo langt er orðið á milli okkar.
Ég vil kasta kveðju á línuna, fyrir sendinguna til Aðalbjargar. Hún er alsæl og spyr hvenær Birgitta komi að lulla hjá sér í herberginu sínu, hún segir að Birgitta megi fá lánaðan koddann sinn, en það telst vera MIKILL heiður í hennar heimi :)
Mamman lofaði engu... ;)
Gott að sjá að þið plummið ykkur vel á nýja staðnum.
Hilsen í bæinn.
Anita, Bóbi og Aðalbjörg.
Bloggið nú, horngrýtið hafi það.
Post a Comment