Birgitta uppgötvaði dásemdir Fanta Lemon* og Aníta uppgötvaði að það er töluvert maus að losna við vaselínlöðrandi dredda.
Gyða og Ragnar eyddu sama tíma í höfuðborginni; lágu í leti, átu og lásu og hegðuðu sér eins og áhyggju- og barnlaus svín í stíu. Þeim þótti þó ósköp gaman að fá stelpurnar aftur heim.
Birgitta fór í afmæli í dag til Unnsteins og kom til baka með rjóðar kinnar, bros sem náði saman fyrir aftan eyru og sykurskán yfir augunum og sofnaði alsæl eftir að hafa hlustað á 18. kaflann í Kalla og sælgætisgerðinni og Gullbrá og birnina þrjá. Ragnar las Kalla, Bessi Bjarna las Gullbrá. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvor las betur.
Aníta fór út og kom heim á tilsettum tíma (að venju) og gekk síðan til liðs við sjampóið við að reyna að skola síðustu dreggjarnar af dreddavaselíninu úr hausnum á sér. Hún og sjampóið töpuðu þeim slag og ekki bætti úr skák að skömmu seinna þurfti hún að þola annan niðurlægandi ósigur þegar peysan hennar náði á henni fantataki þegar hún var að hátta sig og hún pikkfestist með hendurnar upp í loftið. Hún staulaðist þannig inn í stofu og leit út eins og ofvaxinn héri með rennilás á andlitinu. Eftir að hafa verið bjargað úr prísundinni fór hún kát í bælið.
Gyða stóð sig með prýði í skólanum fyrir jól og sankar að sér einingum án afláts og Ragnar er enn að gaufast við að skrifa MA-ritgerðina sína. Þá gleður það Ragnar mikið að vera aftur farinn að iðka síðdegisgöngutúrana sína upp og niður og fram og aftur fjallið (fjalllinginn). Á göngunni hlustar hann á 1984, í greniolíubaðinu eftir gönguna les hann ævisögu Davíðs Stefánssonar og á kvöldin hlusta þau Gyða á spennusöguna Skipið eftir Stefán Mána (og þeim kemur því stundum ekki dúr á auga). Í næstu viku er stefnan sett á þrjár nýjar bækur.
Gyða er í skýjunum með nýju kaffivélina sína og bruggar með henni allra handa te og kaffidrykki, hún var einmitt að staupa sig á framandi bláberjatei þegar rennilásfésaði hérinn skoppaði um í stofunni. Þá hefur hún lagt sig fram um að gera ryksuguþjarkinn húsvanan. Hefur sá slagur einkennst af smáum sigrum og stórkostlegum vonbrigðum á víxl.
Í kvöldmatinn var grjónagrautur, brauð og egg [uppáhald Birgittu].
*Síðan BB kom að utan þá þurfa þjónar á veitingastöðum að færa henni Fanta og sprauta sítrónusafa út í það takk fyrir (en auðvitað bara á laugardögum).
**myndum stolið hjá Sillu.
Gyða og Ragnar eyddu sama tíma í höfuðborginni; lágu í leti, átu og lásu og hegðuðu sér eins og áhyggju- og barnlaus svín í stíu. Þeim þótti þó ósköp gaman að fá stelpurnar aftur heim.
Birgitta fór í afmæli í dag til Unnsteins og kom til baka með rjóðar kinnar, bros sem náði saman fyrir aftan eyru og sykurskán yfir augunum og sofnaði alsæl eftir að hafa hlustað á 18. kaflann í Kalla og sælgætisgerðinni og Gullbrá og birnina þrjá. Ragnar las Kalla, Bessi Bjarna las Gullbrá. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvor las betur.
Aníta fór út og kom heim á tilsettum tíma (að venju) og gekk síðan til liðs við sjampóið við að reyna að skola síðustu dreggjarnar af dreddavaselíninu úr hausnum á sér. Hún og sjampóið töpuðu þeim slag og ekki bætti úr skák að skömmu seinna þurfti hún að þola annan niðurlægandi ósigur þegar peysan hennar náði á henni fantataki þegar hún var að hátta sig og hún pikkfestist með hendurnar upp í loftið. Hún staulaðist þannig inn í stofu og leit út eins og ofvaxinn héri með rennilás á andlitinu. Eftir að hafa verið bjargað úr prísundinni fór hún kát í bælið.
Gyða stóð sig með prýði í skólanum fyrir jól og sankar að sér einingum án afláts og Ragnar er enn að gaufast við að skrifa MA-ritgerðina sína. Þá gleður það Ragnar mikið að vera aftur farinn að iðka síðdegisgöngutúrana sína upp og niður og fram og aftur fjallið (fjalllinginn). Á göngunni hlustar hann á 1984, í greniolíubaðinu eftir gönguna les hann ævisögu Davíðs Stefánssonar og á kvöldin hlusta þau Gyða á spennusöguna Skipið eftir Stefán Mána (og þeim kemur því stundum ekki dúr á auga). Í næstu viku er stefnan sett á þrjár nýjar bækur.
Gyða er í skýjunum með nýju kaffivélina sína og bruggar með henni allra handa te og kaffidrykki, hún var einmitt að staupa sig á framandi bláberjatei þegar rennilásfésaði hérinn skoppaði um í stofunni. Þá hefur hún lagt sig fram um að gera ryksuguþjarkinn húsvanan. Hefur sá slagur einkennst af smáum sigrum og stórkostlegum vonbrigðum á víxl.
Í kvöldmatinn var grjónagrautur, brauð og egg [uppáhald Birgittu].
*Síðan BB kom að utan þá þurfa þjónar á veitingastöðum að færa henni Fanta og sprauta sítrónusafa út í það takk fyrir (en auðvitað bara á laugardögum).
**myndum stolið hjá Sillu.
5 comments:
gaman að sjá að fjölskyldan er farin að blogga. Það biðja allir að heilsa héðan og við eigum eftir að kíkja reglulega við á þessari síðu...
Fjölskyldan í Eiðsvallagötunni á Akureyri..
Hæ hæ og gleðilegt nýtt ár, gaman að fylgjast með litlu frænkum sínum ;-)
Kv Tinna
www.123.is/punky
Hæ hæ og takk fyrir síðast litlu frænkur, frábært að fá að vera með ykkur í heilar tvær vikur á Tenerife ;)
Gat ekki annað en hlegið þegar ég las um Anítu og dreddana, hvernig verður þetta hjá ballerínunni Alexöndru sem er með helmingi þykkara hár :/
Gaman að geta fylgst með ykkur á Klaustri:)
Kveðja Silla & co
Haha! Snillingar eruð þið. Búin að sakna ykkar endalaust síðan þið yfirgáfuð víkina.
Siggadisa
Stórskemmtilegt. Jafnvel alveg möguleiki á að ég bókamerki þessa síðu. Sjáum samt til hvort hún heldur dampi.
Post a Comment