Friday, January 11, 2008

Hvar er myndin tekin?



Ef einhver er nógu snjall til að átta sig á hvar þessi mynd er tekin, þá skal hin/n sama/i gefa sig fram. Ein vísbending: Uppáhaldssúkkulaðið hans Kalla Bucket.

9 comments:

Anonymous said...

Á maður að geta séð hvar á landinu þessi mynd er tekin eða eitthvað svoleiðis ? Ég hef náttúrulega ekki guðmund um þessa vísbendingu, nema kalli í sælgætisgerðinni hafi heitið "kalli Bucket". Ljótt að hafa annað nafnið á íslensku en hitt á ensku.. en þessi mynd er pottþétt tekin í rennibraut myndi ég segja. Hvaða rennibraut er ég ekki alveg viss um, en ég skýt á rennibrautina við grunnskólann á Kirkjubæjarklaustri..
mbk..Birkir Ólafsson

Anonymous said...

p.s: mig minnir að uppáhalds súkkulaðið hans Kalla hafi einfaldlega heitið Wonka. Tæplega er þetta nú í Wonka landi er það ?

Birkir

Óli Sindri said...

Er þetta ekki tekið í Kjarnaskógi? Hvað það kemur Kalla Bucket við veit ég ekki, enda ár og dagar síðan ég las bókina.

Anonymous said...

Þetta er jú í Kjarnaskógi en Kalli Bucket fékk einmitt KJARNjurtayndi í afmælisgjöf. Nammi namm.

Óli Sindri said...

Hvað fæ ég í verðlaun?

Anonymous said...

Nú auðvitað heila plötu af dökku kjarnjurtayndi.

Anonymous said...

Takk fyrir að hleypa okkur hér inn! En ég verð að muna að renna mér aldrei í rennibrautinni við Grunnskólann á Klaustri fyrst Birkir er þegar búinn að skíta á hana!! Ég hélt að það væri bara leyfilegt að skíta í blómabeðin í Lystigarðinum... Enda myndi ég sjálfsagt festast í rennibrautinni :o( Nei, smá þreyturugl í mér á sunnudagskvöldi. Ég þekki muninn á í og ý...
Kveðja stóra frænka

Anonymous said...

ha ? já.. einmitt..

"Stóra frænka" ....Ragnar, þetta hlýtur að vera frænka þín, en ekki mín :)
kv,Bóla

Anonymous said...

Jáhá ég er sko frænka hans Ragnars. Alltaf verið stærri og frekari. Það ætti að leiða alla í sannleikann um hver ég er... ég gleymdi nefnilega að kvitta með nafni...