Wednesday, January 30, 2008

Vetrarfrí

Óli Sindri er í heimsókn hjá okkur þessa dagana. Það er ákaflega gaman. Hann, Birkir og Ragnar voru að opna nýja bloggsíðu sem kallast því einkennilega (og ÓlaSindralega nafni) Maurildi.

Í næstu viku er vetrarfrí í skólanum og þá förum við í sumarbústað í Heiðarbyggð rétt hjá Flúðum. Strax eftir vetrarfríið er afmælisveisla hjá Reyni frænda sem er að detta í sextugt.

Þannig að það er nóg á döfinni. Við verðum með tölvuna með okkur í bústaðinn og munum vafalaust blogga þaðan.

1 comment:

Anonymous said...

Hæ,
Flottar myndir ;) Hafið það kósý í bústaðnum...
Ég kem reglulega og gef fiskunum.. (Ef ég gef þeim ekki, hver gerir það þá... ;) )

B.kv. úr G4.